Fastus hefur það að leiðarljósi að vera til fyrirmyndar í umhvefismálum. Markmið fyrirtækisins er að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið með ákvarðanatöku sinni og þjónustu. Fastus tekur tillit til umhverfismála og leitast við að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
Framkvæmdastjóri Fastus ber ábyrgð á umhverfisstefnu fyrirtækisins. Deildastjórar bera ábyrgð á framkvæmd og fræðslu er varðar stefnuna. Allir starfsmenn Fastus skuldbinda sig til að fylgja stefnunni sem og að fylgja verklagsreglum sem eiga að tryggja framkvæmd stefnunnar. Framkvæmdastjórn skal taka umhverfisstefnu fyrirtækisins til endurskoðunar einu sinni á ári.