0
Karfan þín er tóm
Close
Leit
Síun

Jafnlaunastefna

Jafnlaunavottun

 

Tilgangur og markmið

Markmið jafnlaunastefnunnar er að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

Jafnlaunastjórnunarkerfið byggir á ÍST 85 staðlinum og er ætlað að tryggja að ákvörðun í launamálum byggi á verðmæti starfa og feli ekki í sér kyndbundinn launamun.

Ábyrgð

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að jafnlaunastjórnunarkerfi sé til staðar og standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Framkvæmdastjórn er ábyrg fyrir innleiðingu, viðhaldi, eftirliti, viðbrögðum og stöðugum umbótum jafnlaunastjórnunarkerfis í samræmi við ÍST 85.

Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks Fastus og dótturfélaga og er jafnframt launastefna fyrirtækisins.

 

Skuldbinding

Með stefnu þessari skuldbindur Fastus sig til að:

  • innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem byggist á
    jafnlaunastaðlinum ÍST 85 með tilheyrandi rýni, skjalfestingu og skuldbindingum um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð
  • fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum er varða jafnlaunakerfið, þar með talið lögum nr. 150/2020 um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna
  • setja skal fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega í rýni stjórnenda
  • árlega fari fram launagreining, innri úttekt og rýni stjórnenda
  • niðurstöður launagreiningar séu kynntar starfsfólki
  • Jafnlaunastefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu félagsins og kynnt öllu starfsfólki Fastus

Endurskoðun

Framkvæmdastjórn endurskoðar stefnu þessa einu sinni á ári