Tilgangur og markmið
Markmið jafnlaunastefnunnar er að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum þáttum.
Jafnlaunastjórnunarkerfið byggir á ÍST 85 staðlinum og er ætlað að tryggja að ákvörðun í launamálum byggi á verðmæti starfa og feli ekki í sér kyndbundinn launamun.
Ábyrgð
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að jafnlaunastjórnunarkerfi sé til staðar og standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Framkvæmdastjórn er ábyrg fyrir innleiðingu, viðhaldi, eftirliti, viðbrögðum og stöðugum umbótum jafnlaunastjórnunarkerfis í samræmi við ÍST 85.
Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks Fastus og dótturfélaga og er jafnframt launastefna fyrirtækisins.
Skuldbinding
Með stefnu þessari skuldbindur Fastus sig til að:
Endurskoðun
Framkvæmdastjórn endurskoðar stefnu þessa einu sinni á ári